Reykjavíkurmærin í sveitinni

Harpa Lárusdóttir er fædd í Reykjavík 1968, sleit barnsskónum Í Fossvoginum og Bústaðarhverfi eða smáíbúðahvefinu eins og sumir kalla það. Býr núna á sveitarbæ með Harald sínum og Lárusi Frey rétt fyrir utan Horsens í lítilli sveit sem heitir Ölsted (nema hvað). Þar rækta þau matjurtir af ýmsum gerðum og una hag sínum vel. Stór og mikill garður er i kringum húsið þeirra og núna í mai standa tré og runnar í blóma og munu síðar gefa af sér gómsæta ávexti og ber til að sulta í fallegar krukkur. Andamömu hitti ég með 12 unga sína á vappi og hefur hún yfir tveimur tjörnum að ráða sem hún  notar til skiptis til að þjálfa sundkúnstir ungviðisins. Andafjölskyldan er mjög gestrisin, sérsaklega ef mannfólkið hefur meðferðis brauðmola. Harpa og Harald buðu til veislu laugardaginn eftir fermingu Ívars (annar í fermingu) og nutum við krásanna frá borðum fermingarkokksins. Vorum við mörg saman komin og ógleymanleg kvöldstund á sólfögru kvöldi í sveitinni. Harpa er systurdóttir bloggara. Skrifa meira síðar. mn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband