27.4.2007 | 23:11
6-tugur
Í gær varð hann Eggert minn 60 ára - unglingurinn á heimilinu. Af því tilefni fórum við í leikhúsið og sáum leikritið Leg. Okkur fannst báðum mikið til koma og bráðskemmtilegt verk. Góð tónlist, góður texti, frábær leikmynd og búningar sniðugir. Þegar heim kom tóku synir hans á móti honum og skelltu honum í einn góðan ratleik til að finna afmælisgjöfina sína og varð úr mikið glens og gaman. Á morgun verður svo slegið upp veislu í Þrastalundi í Grímsnesi. En það er með karla eins og góð vín; verða betri með aldrinum. mn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 29.4.2007 kl. 22:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.