Karlakórs kjötbollur

Áður en við hittum Karlakórinn voru kjötbollur á borðum.

Hráefni: nautahakk, egg, haframjöl eða annað bindiefni, epli, laukur, rifinn ostur og krydd.
Nautahakkið er sett í hrærivélaskálina, 2 eggjum bætt í ásamt rifnum eplum, haframjöli og rifnum osti - söxuðum lauknum.  Kryddað með salti, pipar og rósmarín. Hrært vel og vandlega. Í búrskápnum var ekkert haframjöl til þannig að í þetta skipti setti ég mulið kornflex í staðinn. Kjötbollurnar steiktar á pönnu - smart að hafa þær frekar litlar, soðnar kartöflur upp á gamla mátann bornar fram með bollunum og rauðkál. Verði ykkur að góðu. mn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband