Karlakór Reykjavíkur

Í gærkvöldi hlustuðum við á hina árlegu vortónleika Karlakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju. Þeir eru nú alltaf krúttlegir kallarnir í svörtu fötunum sínum og hvítu skyrtunum, vestunum og með hvítu þverslaufurnar. Glæsilegir gaurar. Dagskráin var um marg sérstök - á köflum þung en það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir færeyska kvæðið um Regin smið sungið. Sjúrður á orminum, Sigmundur Völsungasonur og Hjördís kona hansara eru góðir vinir mínir frá Færeyjaráunum og ég fann fyrir gömlum kennslum við fluttning kórsins á þessum skemmtilega færeyska dansi. Og suðurnesjamaðurinn í mér gladdist líka þegar kórinn hóf upp raust sína um þá sægarpa sem sæmd er hverri þjóð af. En að mínu mati var hápunktur kvöldsins flutningur kórsins á Pílagrímakórnum úr óperunni Tannhauser - hreint út sagt frábært eyrnakonfekt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætir gæjar

Edda Norðdahl (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband