16.4.2007 | 00:29
Leikhús spaghetti
Áður en lagt var í leikhúsferðina var eldað speltspaghetti í heimagerðri pestósósu.
Hráefni:Speltspaghetti fyrir 2 soðið samkvæmt uppgefnum tíma á umbúðum
Pestósósan:
2 hvítlauksrif - skorin í bita
50 gr. ferskt basil-saxað pínu eða rifið
25 gr. furuhnetur
2 msk. sítrónusafi
1/2 - 1 dl. ólífuolía
50 - 75 gr. rifinn parmesanostur (jurtaparmesanostur frábær)
salt og pipar- upplagt að nota cayenne pipar- á hnífsoddi
Á meðan spaghettíið sýður útbýr maður sósuna. Hvítlaukurinn, basilið og hneturnar maukað í matvinnsluvél og sítrónusafinn með. Sett í skál og olífuolíunni og parmesanostinum hrært saman við. Bragðbætt með salti og pipar. Blandað saman við spaghettíið -olíu bætt við ef vill. Sósuuppskriftin er fyrir 4 þannig að ekki er nauðsynlegt að skella öllu út í - gott að eiga pínu sósu í skál og fá sér með smá brauðbita eftir leikhúsferðina. Smart réttur, einfaldur og meiriháttar góð sósa. Verði ykkur að góðu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 18.4.2007 kl. 22:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.