1.4.2007 | 16:17
Maríur og Stínur af Víkingslćkjarćtt
Ćttarmót eru alltaf skemmtilegar samkomur og um margt merkilegar. Laugardaginn 24. mars var eitt slíkt haldiđ á Selfossi og var sérstakt ađ ţví leytinu ađ ţátttakendur voru eingöngu konur af Víkingslćkjarćtt. Voru ţar saman komnar konur af ćttlegg Kistínar Maríu Ţorláksdóttur og Jóns Erlendssonar sem uppi voru á síđari hluta 19. aldar og bjuggu á Suđurlandi. Voru ţau langamma mín og langafi. Og ţađ var gaman ađ heita María ţennan dag og enn skemmtilegra ađ heita Kristín en ţessi tvö nöfn hafa gengiđ í ćttinni konu framm af konu, ýmist annađ nafniđ eitt og sér eđa ţessi ágćtu nöfn saman. María amma mín hét María Ţorláksína og ein systir hennar María og kallađar María eldri og María yngri eftir atvikum eđa Marsa og Maja og önnur systir hennar bar nafniđ Kristín. Ég er afar stolt af ađ bera nafn ömmu minnar og oft notiđ góđs af. Alla tíđ hef ég heyrt ađ konur af Víkingslćkjarćtt vćru skörungar miklir og ţađ sem hafi einkennt ţćr öđru fremi var ađ ţćr ţóttu sérlega góđar hannyrđa- og saumakonur. Voru margar flinkar í karlmannafatasaumi. Amma mín María var ţar engin undantekning. Hún bjó í Reykjavík sem ung kona og saumađi ţá föt á margan manninn og konuna og var einnig sérlega flink í útsaumi eđa hannyrđum. María amma og Gísli afi bjuggu allan sinn búskap á Stóru-Reykjum í Hraungerđishreppi í Flóa og ţegar ţau höfđu komiđ börnunum sínum á legg gerđist amma handavinnukennari í sveitinni. Hún hafđi ţann síđ ađ fara síđla sumars til Reykjavíkur til ađ kynna sér ţađ nýjasta í hannyrđum og saumaskap og kom ţá gjarnan viđ í Baldursbrá sem var verslun neđarlega á Skólavörđustíg og verslađi inn fyrir veturinn. Hún flutti nýjustu tískustrauma austur fyrir fjall og ţurfti hvorki ađ fara til Parísar né NY - góđur göngutúr niđur Laugarveginn dugđi henni ágćtlega ásamt ţví ađ líta í nýjustu móđinsblöđin hjá Ingibjörgu í Baldursbrá. Henni var ekki fysjađ saman - henni ömmu. Móđir mín, Oddný, erfđi hćfieika móđur sinnar og sá sér og börnunum sínum fjórum farborđi međ saumaskap og ýmiskonar vinnu tengdri saumum, t.d. átti hún, fyrir utan saumavél, vélar og tćki til ađ yfirdekkja tölur og hnappa, sauma belti og yfirdekkja, gera viđ lykjuföll á sokkum og margt fleira tengt saumaskap sem hćgt var ađ hafa atvinnu af. Edda systir mín tók í arf ţessa hćfileika formćđra okkar og er hún m.a. flink ađ ,,setja upp klukkustrengi" og sauma föt. Margir minnast mömmu fyrir góđar flíkur sem hún saumađi og vćri hún eflaust frćgur fatahönnuđur - vćri hún uppi í dag.
Á ţessu kvennamóti flutti Stína frćnka,móđursystir mín (Kristín María) erindi um ömmu sína og nöfnu Kristínu Maríu Ţorláksdóttur og Iđunn móđursystir erindi um móđur sína, Maríu (ömmu mína). Stína Kristins (Kristín María) flutti erindi um Maríu yngri móđur sína (systir ömmu María). Allar ţessar konur eru komnar á efri ár og fluttu mál sitt af stakri prýđi. Já, ţađ er svo sannarlega gaman ađ vera komin af ţessum miklu skörungum og ekki verra ađ bera ţetta fallega nafn sem prýđir svo margar konur í ćttinni, ég á dótturdóttur sem heitir Margrét María og er ţađ hennar hlutverk ađ fylgja nafninu eftir á nýrri öld. Fulltrúi allra systkina ömmu Maríu fluttu tölu um sinn ,,forfađir-móđur" og mćltist öllum vel.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 8.4.2007 kl. 16:32 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.