Kastljós þriðjudagskvöld

Í kvöld, þriðjudaginn 27. mars verða Ljósberar í Kastljósi RUV. Á föstudaginn komu Kastljósarar í heimsókn í Ljósið, Neskirkju og tóku svipmyndir af starfseminni. Meðal annars voru teknar myndir af nokkrum góðum yogateygjum. Til upprifjunar fyrir þá sem búa á erlendri grundu og vilja fylgjast með hér hjá okkur þá er hægt að sjá sjónvarpsþætti á netinu. Í síðustu viku var ung kona af Víkingslækjarættinni í Kastljósinu og stóð sig aldeilis með ágætum - ábending til Horsens og NY.

Og svo minni ég á tónleikana sem auglýstir eru hér á síðunni minni.
Á heimasíðu Ljóssins eru gleggri upplýsingar um þá, slóðin er
http://www.ljosid.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband