Holuhraun

Gos hefur staðið í 105 daga

Oft er landans erfið raun
og eldgos mikil byrði,
áður fyrr var Holuhraun
harla lítils virði.

Askja Bárðar býsna há
þar bíður dulinn vandi,
fæstir vilja fjallið sjá
fullt af reyk og brandi.

Skyndilega skelfur grund
skortir ekki kraftinn,
eftir margra ára blund
opnar jörðin kjaftinn.

Yfirborðið breytist skjótt
er berast ofurstraumar,
flæða hratt um fagra nótt
fjarska heitir taumar.

Útrás þeirra afar hörð
ennþá heyrist druna,
orkumikil móðir jörð
mótar náttúruna.

Flutt í skötuveislu í Hafnarfirði,
13. desember 2014.
EL


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband