Norðurljósin

Norðurljósin lýsa skært
og leiftra hratt um geiminn,
augnablikið titrar tært
það teygir sig um heiminn.

Ástæðan er segulsvið
safnar ofurstraumi,
fegurina fáum við
í fögrum litadraumi.

Næturflugan flýgur skjótt
hún furðu okkar vekur,
litadýrðin dvínar fljótt
en drúgja stund það tekur.

Litagleðin léttir hug
er ljúfar eindir skína,
hjartaþelið fer á flug,
þú faðmar vini þína.

Í desember 2013
Eggert J Levy 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband