18.12.2012 | 10:09
Vinátta
Vinur örvar vonarglóð
sem vermir lítinn anda,
leiðir þig um ljúfa slóð
er lendir þú í vanda.
Vinafólkið viljum sjá
vera glatt í sinni,
efla hugans innstu þrá
og auka farsæl kynni.
Vinur glæðir lífsins ljós
og lyftir þínu geði,
einnig færðu fagurt hrós
sem fyllir þig af gleði.
EL
Athugasemdir
Þetta er aldeilis fallegt ljóð Eggert minn.
María Norðdahl (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.