13.4.2012 | 22:05
Lífsgleði
Ég glaður yrki gleðiljóð
sem gæti örvað heila þjóð
og göfgað marga menn.
Því gleðin eykur innri frið
hún eflir jafnval mannkynið
við gefum gjafir enn.
Gott er að hafa létta lund
svo lukkan glæði hverja stund,
þá heilladísin hlær.
Og gleðin prýðir gæðamann
svo gæfuríkur þykir hann
að andinn örvun fær.
Og glaðlyndi er göfug dygð
sem gefur ætíð fagra hygð
og finnur falda glóð.
Við lyfta megum lífsins skál
svo lundin örvi mjúka sál
og grópi gleðislóð.
En gifta okkar græðir hug
og gefur það sem eflir dug,
hún sendir sældarboð.
Ef gerum allt með glæsibrag
og gyllum þannig sérhvern dag
þá öðlumst sterka stoð.
EL
Athugasemdir
Glæsilegur ljóðabálkur Eggert minn.
María Norðdahl (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.