9.8.2011 | 19:48
Hrísakotshjónin
Til minningar um foreldra mína þau Jennýju og Jóhannes Levy,
en 100 ár voru liðin frá fæðingu þeirra í maí og ágúst 2010.
Heim að Hrísakoti
heillar þeirra stjarna,
ei með óðagoti
auðið þriggja barna.
Iðin allar stundir
aldrei doskað mikið,
fylla ótal fundir
fagurt æviblikið.
Oft var erfið staða
enginn var þó svangur,
þjóðin þolir skaða
það er lífsins gangur.
Aukastörf þau unnu
oft í þágu sveitar,
aldrei undan runnu
andinn hingað leitar.
Árin gengu yfir
ýmsa bar að garði,
auðna lengi lifir
leynist upp í barði.
Hjónin mætti mæra
margar stundir ljóma,
fósturfoldin kæra
fellur þeim til sóma.
EL
09.08.2011.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.