3.7.2011 | 15:15
Við starfslok Eiríks Jónssonar
Barnfæddur í Borgarfirði
bjartur drengur mikilsvirði.
Lærði snemma að mennt er máttur,
menntaveginn gekk hann sáttur.
Ýmsum kostum er hann búinn
ætíð lipur sjaldan snúinn.
Afar kankvís góður granni
gleðin snýr að hverjum manni.
KÍ öll þín aðalvinna
ansi mörgu var að sinna.
Margar þrautir þarf að leysa
þegar kaldir vindar geisa.
Oft til formanns varstu valinn
vinnusamur jafnan talinn.
Sanngjarn ertu samningsmaður
sæmilega velviljaður.
Borðar hvorki gras né grænar
gróskumiklar jurtir vænar.
Gengur svo um Grafarvoginn
gleðilegur æviboginn.
Höfuðpaurinn heim skal sækja
hjónin vinskap ætíð rækja.
Mörgu fólki bæði bjóða
blikið hafa mjög svo góða.
Finnið ávallt yndið bjarta
ykkar stundir megi skarta.
Sendum einnig óskir frómar
ævistundin fögur ljómar.
Eiríkur Jónsson lét nýlega af störfum
sem formaður Kennarasambands
Íslands eftir marga ára farsælt starf.
Ljóðið var flutt í kveðjuhófi sem hann
hélt starfsfólki KÍ nýlega.
EL
Athugasemdir
Flott kvæði og veislan hjá Eiríki og Björg var skemmtileg í meira lagi.
María Norðdahl (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.