Skammdegisþankar

Drungalegur desember
dagar skammir líða,
jólaleyfið jákvætt er
jafnar allan kvíða.

Veðurfarið virðist breytt
varla snjóar mikið,
andrúmsloftið heldur heitt
hefur fáa svikið.

Jólafastan léttir lund
ljósin blessuð glitra,
lifum eina leifturstund
loftsins agnir titra.

Flestir skreyta skjáinn sinn
skrautleg verða býlin,
berum jólin bráðum inn
bíða litlu krílin.

Brosið vinir bíðið við
blikar fögur stjarna,
meiriháttar haldið þið
hátíð ljóss og barna.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo fallegt án þess að vera væmið :)

En er "krýli" með Y ? og af hverju kemur það þá ??

Meira svona Maja og Eggert :O)

Freyja (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Hæ, takk fyrir. Breytti krýlin í krílin. Það er víst algengara en bæði orðin eru til.
Jólakveðja, EL.

Eggert J Levy og María Norðdahl, 19.12.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband