1.12.2010 | 17:39
Sólskinsljóð
Sólskinsljóðið varð til í marsmánuði á þessu ári þegar samspil sólargeisla og skugga var mjög áberandi og áhrifaríkt.
Á sólardögum sælugeislar falla
þeir sannarlega verma okkar hjarta
og lífið skynjar ljós um framtíð alla
sú leið er björt og engin þörf að kvarta.
Er morgunroðinn land af fegurð fyllir
þá finna margir náttúruna betur
en sólin ýmsa gleðistrengi stillir
hún stöðugt skín og áfram lífið hvetur.
En oft á tíðum ótal skugga greinum
sem ætíð fylgja stórum geislaflota,
að fanga skuggann flest við aldrei reynum
því fæstir eiga góðan töfrasprota.
Já blessað ljósið börnin ávallt gleður
og birtan mætir þegar húmið kveðjur.
EL
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.