Friðarsúlan í Viðey

Ljósgeislar friðarsúlunnar lýsa upp geiminn þessi kvöldin. Fyrstu geislar hennar stigu upp i loftið við opnun hennar í október 2007.  Ljóðið er lofsöngur um að friður megi ríkja í heiminum.

Við sundin fagrir friðargeislar loga
og fylla geiminn birturíkum ögnum.
Nú öllum góðum friðarboðum fögnum
er flæða um okkar myrkva himinboga.

Þótt flestar þjóðir séu af sama toga,
í súlu okkar friðartáknið stendur,
sem leiðarmark við lágar Íslandsstrendur
á lykilodda milli tveggja voga.

Ef Viðey getur virkjað alheims æsku
og vakið löngun bróður sinn að styðja,
þá gleði og friður glæðist hjörtum í.

Að mannkyn fái meiri öðlast gæsku
og mildi hugans þess vill Yoko biðja
og andi Lennons lifa megi á ný.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott kvæði um friðardúfurnar og ort með íslenskum ættjararbrag þar að auki

Maja (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband