Haustlitir

Októbermánuður er tími haustlitanna.

Tími haustsins heldur inn
og hitastigið lækkar.
Betri tíð við bústaðinn
en blöð á trjánum fækkar.

Blöðin orðin gul og grá
guggnar lífsins andi.
Leggst í dvala öspin á
okkar góða landi.

Sígræn tré í sælureit
signa markið prúða.
Fegurðin í svona reit
sveipar landið skrúða.

Berjalyngið litast rautt
er lyftir okkar huga.
Landið yrði ósköp snautt
ef aldrei kæmi fluga.

Blessað haustið byrjar vel
bráðum kemur vetur.
Grasið aftur græna tel
gleðja augað betur.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband