Stóðréttir í Víðidal

Laugardaginn 2. október voru stóðréttir í Víðidal.  Við Jonni drifum okkur norður og heimsóttum bændasamfélagið, en af því tilefni urðu til nokkrar vísur.

Horfi norður Húnaþing
háu fjöllin allt í kring,
Víðidal og Vatnsnes leit
varla finn ég betri sveit.

Haldin er þar hrossarétt
höldar taka starfið létt,
gefa frá sér gleðihljóð
ganga sundur eigið stóð.

Kaffiskúrinn kynni næst,
kaffið heillar margt þar fæst,
konur veita kátt er geð
kaupi líka bollu með.

Hallar degi kemur kvöld
karlar aftur taka völd,
reka burtu hrossahjörð
heim á sína eigin jörð.

Víðihlíð með verðugt ball
verður eflaust hörku skrall,
ýmsir munu dansa dátt
dvínar réttargleðin brátt.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband