Vísur til vísnavinar

Stöðugt hannar stærri vef
streyma grannaljóðin.
Nýjan skanna naumast hef
nærast sannleikshljóðin.

Ætíð glæðir okkar hug
aftur kvæðin blífa.
Kannar fræðin kemst á flug
kemur skæðadrífa.

Góður mætur maður er
mikið bætir sinni.
Afar gætinn frómur fer
forðast næturkynni.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband