Umferðin

Mergjuð umferð, margir keyra
meðan þörfin er,
aðrir ferðast ennþá meira
allir flýta sér.

Utan brautar ýmsir skynja
endalausan klið,
undan honum óðar stynja
eflaust vilja frið.

Út og suður liggja leiðir
ljósin kvikna skær,
litadýrðin suma seiðir
sjálfur máninn hlær.

Þegar vetrardagar dvína
dágott nálgast vor,
augnablikin aftur sýna
aukið hraðaskor.

Einkabíllinn áfram þýtur
enginn stoppar hann,
malbikinu mikið slítur
mynda svifryk kann.

Helst til margir háskann spana
hef það fyrir satt,
fjarri góðum ferðavana
förum alltof hratt.

Fólk sem er í ferðageira
fregnir segja mér,
aðrir ferðast ennþá meira
allir flýta sér.
EL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Kæri Eggert
Góðar vísurnar þínar og alltaf gaman að líta á skáldskapinn.

Eggert J Levy og María Norðdahl, 23.4.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband