13.1.2007 | 23:01
Snjór, snjór, snjór og meiri snjór
Nú er eins gott að eiga góðar skóflur - snjóinn kyngir niður og höfum við átt góðar stundir út þ.e. við hjónin við snjómokstur og í gær bjuggum við Kári Daníel til snjóengla í garðinum við Sjafnargötu. Langt síðan englagerð hefur verið stunduð enda snjóleysa ríkt hér um slóðir lengi. M. María var mjög undrandi á þessum hvítu flygsum sem þyrluðust látlaust um loftið og reyndi hún í sífellu að góma þær. Um daginn auglýsti ég eftir myndum á síðunni minni og hreif það umsvífalaust (Langþráður); núna auglýsi ég aftur eftir myndum - í þetta skipti af börnunum að leik í snjónum.
Dreif mig í yoga á fimmtudaginn og síðan í gönguferð niður við sjó (við Ægisíðuna) í kompaníi með Ljósberum úr Ljósinu. Það gekk bara vel og er nú stefnt á slíkar líkamsfettur reglulega. Er með pínu harðsperrur eftir snjómoksturinn enda mokað dag eftir dag. Tengdadóttir mín í NY sendi mér þessa líka fínu skó í gær - hlýir enda loðfóðraðir og fisléttir; ég svíf um eins og álfamær. Og diskurinn góði með jólamyndunum kominn í hús og aldeilis gaman að endurupplifa the spirit of Christmas. Annars allt gott héðan og kannski sigla vísur inn á bloggið - hver veit.
Læt fljóta hér með heimasíðu Ljósins www.ljosid.org
og bloggið hennar Ástu Lovísu, það er bjart yfir henni núna http://www.123.is/crazyfroggy
Maja
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 17.1.2007 kl. 13:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.