Færsluflokkur: Ljóð
27.7.2011 | 18:57
Sumarvísur
Gróðurmoldin mjúk og hlý Þegar rok og rigning er
margar jurtir elur, reynist lítt að gera,
alltaf spretta upp á ný inni þar sem enginn sér
ótal skordýr felur. afar ljúft að vera.
Blessuð vætan blíðkar hag Aftur kemur sól í sal
bráðum fer að hlýna, sendir geisla hlýja,
sjáum nýjan sumardag það mun gjarnan gleðja hal
sólin fer að skína. gefur orku nýja.
Fjöllin eru fagurblá Sjáið þennan salarstein
og falleg tré á grundu, er sólin alltaf hitar,
nokkrir fuglar flugu hjá eigum fagra orkuhlein
fyrir einni stundu. allar stundir glitar. EL
Þegar kemur þokan grá
og þéttings suddaveður,
eigi finnum yndi þá
enda fátt sem gleður.
Ljóð | Breytt 2.8.2011 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2011 | 22:00
Vorvísa
Í Grímsnesinu góða er
gróðursæld og friður.
Þangað leitar glaður grér
gleður fuglakliður.
EL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2011 | 11:06
Hringhendur til vísnavinar
Fleiri hringhendur hafa litið dagsins ljós.
Þessar tvær sendi ég vísnavini mínum fyrir
nokkrum misserum:
Þitt er yndi óðarmál,
oft þú hrindir trega.
Kannt að binda stafastál,
stuðlar skyndilega.
Þú munt árin eiga góð,
afar knár með stálið.
Einnig frár að yrkja ljóð,
ætíð klár í málið.
EL
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2011 | 23:25
Tvö falleg orð
Í morgun var ég að ráða krossgátu. Þar komu upp tvö falleg orð; Glaðværð og sunnanblær. Þá komu þessar tvær hringhendur upp í hugann.
Glaðværð ríkir gjarnan hér
gleðin svíkur ekki,
aldrei víkur eða fer
ekkert slíkt ég þekki.
Sunnanblærinn sýnir oft
sumarkærleikstoppinn.
Að okkur bærist betra loft
og blíðan nærir kroppinn.
EL.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2011 | 15:15
Við starfslok Eiríks Jónssonar
Barnfæddur í Borgarfirði
bjartur drengur mikilsvirði.
Lærði snemma að mennt er máttur,
menntaveginn gekk hann sáttur.
Ýmsum kostum er hann búinn
ætíð lipur sjaldan snúinn.
Afar kankvís góður granni
gleðin snýr að hverjum manni.
KÍ öll þín aðalvinna
ansi mörgu var að sinna.
Margar þrautir þarf að leysa
þegar kaldir vindar geisa.
Oft til formanns varstu valinn
vinnusamur jafnan talinn.
Sanngjarn ertu samningsmaður
sæmilega velviljaður.
Borðar hvorki gras né grænar
gróskumiklar jurtir vænar.
Gengur svo um Grafarvoginn
gleðilegur æviboginn.
Höfuðpaurinn heim skal sækja
hjónin vinskap ætíð rækja.
Mörgu fólki bæði bjóða
blikið hafa mjög svo góða.
Finnið ávallt yndið bjarta
ykkar stundir megi skarta.
Sendum einnig óskir frómar
ævistundin fögur ljómar.
Eiríkur Jónsson lét nýlega af störfum
sem formaður Kennarasambands
Íslands eftir marga ára farsælt starf.
Ljóðið var flutt í kveðjuhófi sem hann
hélt starfsfólki KÍ nýlega.
EL
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2011 | 21:55
17. júní
Þegar kemur Þjóðhátíð
þá þjóðin skrýðist búning,
ýmsir fara á Austurvöll
og eflaust fá sér snúning.
Frelsisþráin feiknasterk
og fólkið öðlast löngun,
sjálfstæðið er sýnilegt
við sýnum ætíð döngun.
Gleðin ríkir umfram allt
og okkur þykir gaman,
engin læti, ekkert þjark,
öll við stöndum saman.
Þessar ljóðlínur komu upp í hugann
austur í sumarbústað árla dags þann 17. júní 2011.
EL
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2010 | 18:03
Skammdegisþankar
Drungalegur desember
dagar skammir líða,
jólaleyfið jákvætt er
jafnar allan kvíða.
Veðurfarið virðist breytt
varla snjóar mikið,
andrúmsloftið heldur heitt
hefur fáa svikið.
Jólafastan léttir lund
ljósin blessuð glitra,
lifum eina leifturstund
loftsins agnir titra.
Flestir skreyta skjáinn sinn
skrautleg verða býlin,
berum jólin bráðum inn
bíða litlu krílin.
Brosið vinir bíðið við
blikar fögur stjarna,
meiriháttar haldið þið
hátíð ljóss og barna.
EL
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2010 | 17:39
Sólskinsljóð
Sólskinsljóðið varð til í marsmánuði á þessu ári þegar samspil sólargeisla og skugga var mjög áberandi og áhrifaríkt.
Á sólardögum sælugeislar falla
þeir sannarlega verma okkar hjarta
og lífið skynjar ljós um framtíð alla
sú leið er björt og engin þörf að kvarta.
Er morgunroðinn land af fegurð fyllir
þá finna margir náttúruna betur
en sólin ýmsa gleðistrengi stillir
hún stöðugt skín og áfram lífið hvetur.
En oft á tíðum ótal skugga greinum
sem ætíð fylgja stórum geislaflota,
að fanga skuggann flest við aldrei reynum
því fæstir eiga góðan töfrasprota.
Já blessað ljósið börnin ávallt gleður
og birtan mætir þegar húmið kveðjur.
EL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2010 | 22:51
Friðarsúlan í Viðey
Ljósgeislar friðarsúlunnar lýsa upp geiminn þessi kvöldin. Fyrstu geislar hennar stigu upp i loftið við opnun hennar í október 2007. Ljóðið er lofsöngur um að friður megi ríkja í heiminum.
Við sundin fagrir friðargeislar loga
og fylla geiminn birturíkum ögnum.
Nú öllum góðum friðarboðum fögnum
er flæða um okkar myrkva himinboga.
Þótt flestar þjóðir séu af sama toga,
í súlu okkar friðartáknið stendur,
sem leiðarmark við lágar Íslandsstrendur
á lykilodda milli tveggja voga.
Ef Viðey getur virkjað alheims æsku
og vakið löngun bróður sinn að styðja,
þá gleði og friður glæðist hjörtum í.
Að mannkyn fái meiri öðlast gæsku
og mildi hugans þess vill Yoko biðja
og andi Lennons lifa megi á ný.
EL
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2010 | 17:01
Haustlitir
Októbermánuður er tími haustlitanna.
Tími haustsins heldur inn
og hitastigið lækkar.
Betri tíð við bústaðinn
en blöð á trjánum fækkar.
Blöðin orðin gul og grá
guggnar lífsins andi.
Leggst í dvala öspin á
okkar góða landi.
Sígræn tré í sælureit
signa markið prúða.
Fegurðin í svona reit
sveipar landið skrúða.
Berjalyngið litast rautt
er lyftir okkar huga.
Landið yrði ósköp snautt
ef aldrei kæmi fluga.
Blessað haustið byrjar vel
bráðum kemur vetur.
Grasið aftur græna tel
gleðja augað betur.
EL
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)